Karellen
news

Dagur íslenskrar náttúru

15. 09. 2023

Í dag héldum við upp á dag íslenskrar náttúru. Við fórum í útikennslu og skoðuðum umhverfið okkar í kringum Skerjagarð. Við fundum mikið af fallegum blómum og öðrum plöntum en einnig mikið rusl. Við flokkuðum það sem við fundum eftir litum, ræddum um hvað ætti heima í náttúrunni og hvað ekki. Síðan var ruslið sett í viðeigandi flokkunartunnur.

© 2016 - 2024 Karellen