Karellen

Sönglög Skerjagarðs

Óskasteinar

Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina,
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina,
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa´eða drengur,
silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

Gráðug kerling

Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði, namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling

Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo, sko, sko, sko,
heilan dag o, ho, ho,
ofan í tóman dallinn.
Aumingja karlinn, hann fékk engann graut


Spiderman

Spiderman, spiderman
Spinnur vefinn spiderman
Klifrar vegginn spiderman
Grípur þjófinn spiderman
Passaðu þig, því hér kemur spiderman
(skjóta vef)
Aravísa

Hann Ari er lítill,
hann er átta ára trítill
með augun svo falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel eins, er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara.
Mamma, af hverju er himininn blár?
Sendi Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi því hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurningasuð.
Hvar er sólin um nætur?
Því er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir amma?
Hvar er eilífðin mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Því er afi svo feitur?
Því er eldurinn heitur?
Því eiga ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór.
Svo heldur en þegja
þau svara og segja:
Þú veist það er verðurðu stór.
Fyrst hik er á svari, þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir, að lokum hann segir:
Þið eigið að segja mér satt

Stína litla

Á kaupmanninn rétt við búðarborðið
svo brosfögur horfði Stína:
“Ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína.”

“Og hvaða lit viltu,” ljúfan sagði´hann,
“á litlu brúðuna þína?”
“Hva, auðvitað rauðan, já ósköp rauðan!”
með ákafa svaraði Stína.

Hann brosandi fór og klippti klæðið.
“Hvað kostar það?” spurði Stína
“Einn koss,” hann svaraði “kostar klæðið
í kjól á brúðuna þína.”

Í búðinni glumdi við gleðihlátur
er glaðlega svaraði Stína:
“Hún mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar skuldina mína.”

Ding dong
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spojojoj…

King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka kong kong aaaa…

Uhm, eh sagði lítil græn eðla einn dag,
uhm, eh sagði lítil græn eðla.
Uhm, eh sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka uhm, eh, ull, ull, ull, ull, ull.

Mjá, mjá sagði lítil grá kisa einn dag,
mjá, mjá sagði lítil grá kisa.
Mjá, mjá sagði lítil grá kisa einn dag
og svo líka mjá, mjá, mjá-mjá.

Blúbb, blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag,
blúbb, blúbb sagði lítill blár fiskur.
Blúbb, blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
og svo líka blúbb, blúbb,blúbb…

Datt í sefið

(Nafn) datt í sefið
og missti á sér nefið.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hún upp út sefinu
og hélt á litla nefinu.
Pollí…

(Nafn) datt í sjóinn
og missti af sér skóinn.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hún upp úr sjónum
og hélt á öðrum skónum
Pollí…

(Nafn) datt í brunninn
og missti af sér munninn.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hún upp úr brunninum
og hélt á litla munninum.
Pollí…

(Nafn) datt í pollinn
og missti af sér kollinn.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hún upp úr pollinum
og hélt á litla kollinum.
Pollí…

(Nafn) datt í gjánna
og missti af sér tánna.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hann upp úr gjánni
og hélt á litlu tánni.
Pollí...

(Nafn) datt í kökuna
og missti af sér hökuna.
Pollí vollí dúllí vollí dei.
Svo kom hún upp úr kökunni
og hélt á litlu hökunni
Pollí...
Óli og Berta

Óli fór til Bertu, bakaríistertu,
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta, bakaríisterta:
“bara ef þú elskar mig!”
Þá sagði Óli, sem alltaf var á hjóli,
“Berta ég elska þig!”
Þá sagði Berta, bakaríisterta.
“Nú máttu kyssa mig!”
Kyssa mig, ,,kossahljóð” Kyssa mig, ,,kossahljóð”
Kyssa, kyssa, kyssa mig ,,kossahljóð”
Kyssa mig, ,,kossahljóð”
Kyssa mig, ,,kossahljóð”
Kyssa, kyssa, kyssa mig
úllalla

Druslulagið

Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá.
Svo er startað
og druslan fer í gang – “prumm-prumm”
Það er engin vandi að aka bifreið.
Það er bara ef maður kemur henni í gang
“prumm, prumm”


Vertu til er vorið kallar á þig

Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka, og rækta nýjan skóg,
sveifla haka, og rækta nýjan skóg. Hey!Krummavísur

Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrarnóttu á,
:,:verður margt að meini:,:

Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:,:undan stórum steini:,:.

Á sér krummi ýfið stél,
einnig brýndi gogginn vel,
:,:flaug úr fjalla gjótum:,:

Lítur yfir byggð og bú
á bæjum fyrr en vakna hjú;
:,:veifar vængjum skjótum:,:

"Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor,
:,:svengd er metti mína:,:

Ef að húsum heim ég fer,
heimafrakkur bannar mér
:,:seppi úr sorpi að tína:,:"

"Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holta börð
:,:fleygir fuglar geta:,:

En þó leiti út um mó
auða hvergi lítur tó;
:,:hvað á hrafn að éta?:,:"
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
:,:fyrrum frár á velli:,:

"Krúnk, krúnk! nafnar, komið hér,
krúnk, krúnk! því oss búin er
:,:krás á köldu svelli:,

Rauðhettulagið

1. Rauðhetta litla 2. Úlfurinn hleypur, úlfurinn hleypur
Rauðhetta litla, rauðhetta litla úflurinn hleypur inn í grænum skóg
Rauðhetta litla labbar nú afstað en rauðhetta þar inni er
Hún fer í gegnum grænan skóg alveg hreint hún gleymir sér
Og gott í poka hefur nóg úlfurinn hleypur inn í grænum skóg
Rauðhetta litla inn í grænum skóg

3. Amma mín góða, amma mín góða 4. þá fer nú illa, þá fer nú illa
Amma mín góða inn í grænum skóg þá fer nú illa inn í grænum skóg
Ég kem, ég kem, ég kem til þín en ömmu gleypir úlfurinn
Með kökur og blómin fín og upp í rúmið skreið þrjóturinn
Amma mín góða inn í grænum skóg þá fer nú illa inn í grænum skóg

5. Rauðhetta kemur, rauðhetta kemur 6. úlfurinn sefur, úlfurinn sefur
Rauðhetta kemur í kot í grænum skóg úlfurinn sefur inn í grlnum skóg
Ætlar að hitta ömmuna en veiðimaður var þar hjá
En úlfurinn líka gleypt´ hana með voða mikinn hníf að sjá
Rauðhetta kemur í kot í grænum skóg úlfurinn sefur inn í grænum skóg

7. Öllu var bjargað, öllu var bjargað 8. ósköp var gaman, ósköp var gaman
Öllu var bjargað inn í grænum skóg ósköp var gaman inn í grænum skóg
Hann gerði gat á bumbuna nú opnuðu þau körfuna
Þar ultu´ út amma og rauðhetta amma góða´ og rauðhetta
Öllu var bjargað inn í grænum skóg óksöp var gaman inn í grænum skóg

Þorraþræll

Nú er frost á Fróni,
frís í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári‘ í jötun móð.
Yfir Laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Marar báran blá
brotnar þung og há,
unnar steinum á
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.


Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur,
ef ég ætti útikindur,
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
:,: Úmbarassa, úmbarassa
úmbrassasa :,:

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappa heims um ból,
góðan daginn og gleðileg jól
:,: Úmbarassa, ……

Elsku besti stálargrér,
heyrir þú hvað ég segi þér,
þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri.
:,: Úmbarassa, ……
Brunabíllinn, kötturinn og fuglinn
Lag: Jón Hlöðver Áskelsson.
Ba, bú, ba, bú,
brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að sprauta.
(ts-s-s-s-s).
Gerir alla blauta.
Mjá, mjá, mjá, mjá,
mjálmar gráa kisa.
Hvert er hún að fara?
Út í skóg að ganga.
(usssssssssss)
Skógarþröst að fanga.
Bí, bí, bí, bí,
Skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur.
(ff-ff-ff-ff)

Loftin blá hann smýgur.


Dansi, dansi dúkkan mín
Dansi, dansi dúkkan mín.
Dæma laust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu´ekki ´að hún sér fín?
Dansi, dansi dúkkan mín
Frost er úti

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt,
nærðu engu´í nefið þitt
því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik,
ég ætla´að flýta mér
og biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.


Kolakassinn
Siggi datt o´ní kolakassann,
hæ-fadderi, faddrall,la la.
Gunna átti að vera að pass´an,
hæ-fadderí, fadderall,la,la.
Ef að Lúlli vissi það,
þá yrði Jóna steinhissa.
Hæ-fadderí, hæ-faddera,
hæ-fadderí, fadderall,la,la.


Höfuð, herðar, hné og tær

:,:Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.:,:
Augu, eyru, munnur og nef,
höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
Hreyfa litla fingur

Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,
hreyfa litla fingur og fjósa eins og skot.
Hreyfa litla nebba, hreyfa litla nebba,
hreyfa litla nebba og frjósa eins og skot.
(Hreyfa litla rassa, fætur, hendur, maga, eyru, augu, höfuð o.s.frv.)


Fingranöfnin
Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best,
vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest,
langatöng er bróðir sem býr til falleg gull,
baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull,
litli fingur er barnið sem leikur að skel,
litli pínu anginn sem dafnar svo vel.
Hér er allt fólkið svo fallegt og nett,
fimm eru í bænum ef talið er rétt.
Mikið væri gaman í þessum heim,
ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.


Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn.
Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæru skinn.
:,:Komdu nú og kroppaður með mér
krummi nafni minn.:,:
Heyrði ég í hamrinum
Heyrði ég í hamrinum
hátt var látið
og sárt var grátið.
Búkonan dillaði
börnunum öllum:
Ingunni, Kingunni,
Órunni, Jórunni,
Ísunni, Dísunni,
Einkunni, Steinkunni,
Eðalvarði, Ormagarði,
Eiríki og Sveini.
Ekki heiti ég Eiríkur
þó ég sé það kallaður.
Ég er sonur Sylgju,
sem bar mig undan bylgju.
Bylgjan og báran
brutu mínar árar
langt úti á sjó.
Hafði ég í hægri kló
hornin bæði löng og mjó.
Allar mínar sorgirnar
bind ég undir skó,
hallast á hesti mínum
ríða verð ég þó.

Græn eru laufin

Græn eru laufin
og grasið sem grær,
glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá
fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn
og svartur er hann krummi
og öll hans börn
Á íslensku má allaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar

og orða þetta og hitt sem er og var
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.
Á vörum okkar verður tungan þjál
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú
það gerir enginn nema ég og þú.


A og B
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Lítil mús
til okkar fús,
kom og byggði hús.
Lamb í baði
borðar súkkulaði.
Hundur jarmar,
galar grísinn hátt.
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Hróp og köll
um víðan völl
og þá er sagan öll.
Aa ramm samm samm


:,:Aa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm
:,:Aa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm
:,:Hér er ég, hér er ég
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm:,:
Allir krakkar


Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.

Allur matur
Allur matur á að fara
upp í munn og ofan í maga
Heyrið þið það
Heyrið þið það
Svo ekki gauli garnirnar.
Fimm litlir apar sátu upp í tréFimm litlir apar sátu upp í tré
þeir voru að stríða krókódíl
þú nærð ekki mér
þá kom hann herra krókódíll
hægt og rólega og hamm……..
4 litlir, 3 litlir, 2 litlir 1 lítill
Bangsi lúrir


Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.
Bátasmiðurinn


Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.


Dagavísa og mánaðarvísa


Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur, fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur,
og þá er vikan búin.

Janúar,
febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september,
október,
nóvember og desember

Einn hljómlistarmaður


Einn hljómlistarmaður frá Austurborg er hér,
hann leikur á trommu sem af öllum öðrum ber.
Tromm-tromm-tromm-tromm-tromm,
tromm-tromm-tromm-tromm-tromm,
tromm-tromm-tromm-tromm-tromm,
tromm-tromm.
Sprangar um heiminn.
Spilar hvergi feiminn.


Ferskeytlur


Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður í bæi.
Sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Sigga litla systir mín
situr út í götu
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.
Fuglinn segir bí, bí ,bí
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína.
Ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Klappa saman lófunum
reka féð úr móunum
vinna sér inn bita
láta ekki hann pabba víta.
Litla Jörp með lipran fót
labbar götu þvera.
Hún skal seinna á mannamót
mig í söðli bera.
Tunglið, tunglið taktu mig,
og berðu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín
og syngur lofgerð nýja.
Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
rölta´á eftir tófunum,
tína egg úr spóunum
Nú er úti veður vont
verður allt að klessu.
Ekki fær hann Grímur gott
að gifta sig í þessu.
Rúnki fór í réttirnar
ríðandi á honum Sokka.
Yfir holt og hæðirnar
hann lét klárinn brokka.
Fingurnir


Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Langatöng, langatöng, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Litli fingur, litli fingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Fram, fram fylking


Fram, fram fylking,
forðum okkur háska frá,
því ræningjar oss vilja ráðast á.
Sýnum nú hug,
djörfung og dug.
Vaki, vaki vaskir menn,
því voða ber að höndum.
Sá er okkar síðast fer
sveipast hörðum böndum.
Fiskarnir


Nú skulum við syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.
Baba búbú, baba bú
Baba búbú, baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.
Einn hét Gunnar og hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt.
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.
Baba búbú, baba bú
Baba búbú, baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt
Góðan dag
Góðan dag kæra jörð.
Góðan dag kæra sól.
Góðan dag kæra tré
og blómin mín öll.
Sæl fiðrildin mín
og Lóan svo fín.
Góðan dag fyrir þig,
góðan dag fyrir mig.
(höf.: óþekktur)
© 2016 - 2023 Karellen