Karellen

Við á Skerjagarði höfum ígrundað gildi og einnkunnarorð Skerjagarðsgerð. Grunnur að góðu leikskólastarfi er að er að skoða sjálfan sig í starfi sem kennara og þá sýn sem við höfum á nám og þroska barna.


„Staldraðu við og skoðaðu heiminn því það er ákveðin tilvera sem bíður eftir að vera uppgötvuð,,

Gleði

Almenn vellíðan og gleði hefur áhrif á líf og tilveru hvers einstaklings. Á Skerjagarði er leitast við að það ríki gleði og jákvætt andrúmsloft. Góð samskipti milli barna og kennara er forsenda þess að börn geti verið glöð og sýni hæfileika og sköpunarkraft í verki. Glöð börn hafa trú á eigin getu og þar af leiðandi styrkja þau sjálfsmynd sína.

Frumkvæði

Mikilvægt er að kennarar og börn sýni frumkvæði í leikskólastarfi. Börn eiga að hafa áhrif á nám sitt og fá tækifæri til þess að rannsaka á eigin forsendum í þekkingarleit sinni. Hlutverk okkar sem kennara er að ýta undir forvitni og áhugahvöt barnanna. Grípa hugmyndir þeirra á lofti, þannig að við getum unnið áfram með hugmyndir barnanna í öllu okkar starfi. Börnin eiga að skoða, rannsaka, upplifa, spyrja spurninga og leita svara við þeim, því það er ákveðin tilvera sem bíður eftir að vera uppgötvuð.

Sköpun

Mikilvægt er að hlúa að umhverfi sem örvar skynjun og sköpunarkraft barnanna. Aðaláherslan í okkar starfi er að vinna með ferlið og uppgötvun barnanna, frekar en að leggja áherslu á útkomuna. Leitast er við að hafa fjölbreyttan efnivið í boði sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og gleði barnanna.

© 2016 - 2024 Karellen