Börnunum finnst alltaf jafn skemmtilegt og mikið sport að koma með nesti að heiman. Yndislegt þegar við erum heppin með veður og getum farið í nestisferð í nánasta umhverfinu okkar. Hér koma nokkrar myndir frá eldri hópnum á Bóli.
...Börnin á Bóli hafa gaman að því að mála og skapa hér má sjá smá sýnishorn af þeirra vinnu undanfarnar vikur.
...Það er búið að vera gaman hjá börnunum að leika sér í snjónum núna í febrúar. Hér er smá sýnishornfrá útiveru barna frá Bakka og Bóli.
...
Það er skemmtilegt þegar t.d ein bók( Verkstæði Villa) getur kveikt mikinn áhuga hjá börnunum og úr verður verkefni þar sem börnin gerðu sín vélmenni stór og smá. Það er svo mikilvægt að nýta kveikjuna og vinna með áhuga barnanna þegar hugmyndir þeirra vakna hér og nú...
Æfingar fyrir Barnamenningarhátíð gengur einstaklega vel Ladda lögin óma daginn út og inn .Skólahópurinn er búin að teikna mynd af Ladda sjálfum .Okkur finnst myndirnar þeirra svo skemmtilegar.
Á föstudaginn 11 febrúar var nestisdagur Í Skerjagarði. Börnin komu með nesti með sér sem þau borðuðu í ávaxstastundinni. það var mikil gleði á meðal barnanna með þetta þó svo að það hafi ekki verið nein nestisferð.
...