news

Rautt litaþema á Bóli

02. 02. 2021

Rautt litaþema

Á Bóli erum við að vinna með litina og tileinkum einn mánuð fyrir hvern grunnlit. Í janúar vorum við að vinna með bláan lit og vorum svo með bláan dag í lok mánaðarins en þá skreyttum við alla deildina með verkum barnanna og fundum öll bláu leikföngin og börnin léku sér með eitthvað blátt. Eldri börnin á deildinni voru með blátt dansiball í Gleðigarði og auðvitað með bláum blöðrum. Nú tekur rautt litaþema við og börnin eru þegar byrjuð að skapa með rauðum lit. það verður gaman að halda rauðan dag í lok mánaðarins.

© 2016 - 2021 Karellen