Karellen

Ból er yngri deild leikskólans þar sem að börnin eru frá 16 mánaða aldri og til að verða þriggja ára.

Deildinni er skipt efir aldri þar eru lykilpersónur sem sjá um hvorn aldurshóp fyrir sig. Á Bóli er leitast við að hvert barn fái að njóta sín í barnahópnum og hafi frelsi til að upplifa ólíkan efnivið í leik og starfi. Við notum könnunarleikinn en það er allskonar verðlaus efniviður sem börn hafa frelsi til að kanna og uppgötva og þannig þróa þau með sér notkun efniviðar á fjölbreyttan hátt. Einnig notum við til dæmis leir, jarðleir, liti, vatnsliti, vatn og fleira til að ná fram þessum eiginleika hjá börnum að uppgötva á eigin skinni ólíkan efnivið. Hlutverkaleikur með leikefni við hæfi eins og dúkkur, bílar, kubbar og fleira er notað í daglegu starfi deildarinnar. Börnin læra í gegnum leik að deila með örðum skiptast á og vera góð við hvort annað.

© 2016 - 2024 Karellen