Karellen

Leikskólinn Skerjagarður Bauganesi 13 er einkarekinn og með þjónustusamning við Reykjavíkurborg, hann tók til starfa

1. apríl 2003. Áður var starfræktur einkarekinn leikskóli í þessu sama húsnæði frá árinu 1989.

Rekstraraðilar eru Sóldís Harðardóttir leikskólakennari og Þórbjörn Sigurðsson.

Leikskólastjóri er Sóldís Harðardóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Guðfinna Kristjánsdóttir.

Leikskólinn er aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla. Í dag dvelja 50 börn samtímis á leikskólanum Skerjagarði.

Leikskólinn er á tveimur hæðum ásamt kjallara og risi. Deildarnar eru á sitt hvorri hæðinni. Í kjallara/Gleðigarði er góð aðstaða til myndsköpunnar og til að vinna stærri verk. Við teljum það mikinn kost að hafa sér myndlistarstofu þar sem verkin geta verið að þróast í langan tíma.

Í Gleðigarði fara börnin einnig í skipulagða tónlistarstund en þar er góð aðstaða til hreyfingar.

Náttúran er heillandi í Skerjafirði og mörg skemmtileg útivistarsvæði eru í nánasta umhverfi við skólann, sem gefur góð tækifæri til útikennslu.

Á Skerjagarði er lögð áhersla á faglegt starf þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín í öruggu og kærleiksríku umhverfi. Velferð og umönnun barna er höfð að leiðarljósi í öllu starfi, borin er virðing fyrir barninu og sköpunnarkraftur þess fær að njóta sín. Við erum stöðugt vakandi yfir hæfileikum og kostum barnanna með því að hrósa þeim og segja þeim hvað við sjáum þau gera og heyrum þau segja. Við leggjum áherslu á að skoða kosti þeirra og hvernig við getum unnið með þá.

Við á Skerjagarð teljum að börn læri mest og best í gegnum eigin reynslu og uppgötvun sem stuðlar að áhuga og virkni þeirra, því er uppgötvunnarnám mjög góð tjáningarleið fyrir barnið til að koma hugmyndum og upplifunum sínum á framfæri í orði og verki á margskonar hátt.

© 2016 - 2024 Karellen