Skólaárið 2019-2020

Sælir kæru foreldrar barna á leikskólanum Skerjagarði.

Nú er nýtt skólaár hafið og við í stjórn foreldrafélagsins viljum bjóða bæði börn og foreldra velkomin aftur í skólann. Og alveg sérstaklega eru nýju leikskólabörnin og foreldrar þeirra boðin kærlega velkomin í hópinn :)

Í byrjun skólaársins langar okkur að kynna fljótlega hvað það er sem foreldrafélagið gerir hérna á Skerjagarði.

Í foreldrafélaginu eru allir foreldrar barna á leikskólanum meðlimir, það þarf ekkert að skrá sig sérstaklega ;-)

Foreldrar greiða í sameiginlegan sjóð foreldrafélagsins tvisvar á ári. Greiðsla fyrir hvert barn er 3.500 kr. á önn en 5.000 kr. fyrir systkini. Sjóður foreldrafélagsins er svo notaður til að standa straum af kostnaði við hina ýmsu viðburði og fræðslu, bæði innan leikskólans og utan, t.d:

Leiksýning á leikskólanum eða viðburðir í kringum jól og á sumarhátíð

Rúta fyrir sveitaferðina að vori

Jólasveinapoki f. jólaball leikskólans

Útskriftargjöf f. útskriftarhópinn

„Bíósýning“ í leikskólanum

Ýmsir viðburðir utan hefðbundinds skólatíma, t.a.m. á helgar-hittingar á rólóvöllum, bókasöfnum o.s.frv.

Þar að auki hefur foreldrafélagið síðustu ár boðið foreldrum upp á fræðsluviðburði, t.a.m. skyndihjálparnámskeiði f. foreldra og fyrirlestur frá sálfræðingi um sjálfsmynd og samskipti barna.

Fyrsti helgar-hittingur skólaársins er planaður þann 22. september, en þá ætlum við að hittast og grilla saman í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Foreldrar mæta sjálfir með pylsur og brauð á grillið en 'sósunefnd foreldrafélagsins' sér um meðlætið.

Viðburður á Facebook hóp foreldrafélagsins birtist innan skamms til að áætla þáttöku (sósumagn sem þarf að skaffa) :-)

Foreldrafélagið er með lokaðan hóp á facebook sem allir foreldrar barna á Skerjagarði eru hvattir til að skrá sig í: https://www.facebook.com/groups/579750488752142/. Þessi lokaði hópur er kjörinn fyrir spjall/spurningar sem varða leikskólastarfið eða bara hvað sem er. Þarna er líka vinsælt að auglýsa týndan fatnað eða lýsa eftir eigendum fatnaðar sem í misgripum fylgdi með á vitlaust heimili. Þarna auglýsum við í stjórninni líka viðburði foreldrafélagsins svo endilega komið í hópinn og verið með í fjörinu.

Í stjórn foreldrafélagsins eru í dag meðlimir sem voru kjörnir á síðasta aðalfundi foreldrafélagsins, en sé einhver þarna úti sem brennur fyrir því að taka þátt í starfinu eru fleiri foreldrar alltaf velkomnir í hópinn!

Ennfremur: ef þið hafið einhverjar athugasemdir, hugmyndir sem þið viljið koma áleiðis eða spurningar um starf foreldrafélagsins, hafið endilega samband :)

Hlökkum til komandi vetrar með ykkur,

F.h. foreldrafélagsins,

Súsanna Pétursdóttir - formaður


Skólaárið 2018-2019

Sælir kæru foreldrar barna á leikskólanum Skerjagarði.

Nú er nýtt skólaár hafið og við í stjórn foreldrafélagsins viljum bjóða bæði börn og foreldra velkomin aftur í skólann. Og alveg sérstaklega eru nýju leikskólabörnin foreldrar þeirra boðin kærlega velkomin í hópinn.

Í byrjun skólaársins langar okkur að kynna fljótlega hvað það er sem foreldrafélagið gerir hérna á Skerjagarði.

Í foreldrafélaginu eru allir foreldrar barna á leikskólanum meðlimir, það þarf ekkert að skrá sig sérstaklega

Foreldrar greiða í sameiginlegan sjóð foreldrafélagsins tvisvar á ári. Greiðsla fyrir hvert barn er 3.500 kr. á önn en 5.000 kr. fyrir systkini. Sjóður foreldrafélagsins er svo notaður til að standa straum af kostnaði við hina ýmsu viðburði og fræðslu, bæði innan leikskólans og utan. Það helsta sem ber að nefna eru t.d:
· Leiksýning á leikskólanum eða viðburðir í kringum jól og á sumarhátíð
· Rúta fyrir sveitaferðina að vori
· Jólasveinapoki f. jólaball leikskólans
· Útskriftargjöf f. útskriftarhópinn
· „Bíósýning“ í leikskólanum
· Ýmsir viðburðir utan hefðbundinds skólatíma, t.a.m. á helgar-hittingar á rólóvöllum, bókasöfnum o.s.frv.
Þar að auki hefur foreldrafélagið síðustu ár boðið foreldrum upp á fræðsluviðburði, t.a.m. skyndihjálparnámskeiði f. foreldra og fyrirlestur frá sálfræðingi um sjálfsmynd og samskipti barna.

Foreldrafélagið er með lokaðan hóp á facebook sem allir foreldrar barna á Skerjagarði eru hvattir til að skrá sig í hér: https://www.facebook.com/groups/579750488752142/. Þessi lokaði hópur er kjörinn fyrir spjall/spurningar sem varða leikskólastarfið eða bara hvað sem er. Þarna er líka vinsælt að auglýsa týndan fatnað eða lýsa eftir eigendum fatnaðar sem í misgripum fylgdi með á vitlaust heimili. Þarna auglýsum við í stjórninni líka viðburði foreldrafélagsins svo endilega komið í hópinn og verið með í fjörinu

Í stjórn foreldrafélagsins eru 6 meðlimir (og tveir til vara) sem voru kjörnir á aðalfundi foreldrafélagsins s.l. vor, en sé einhver þarna úti sem brennur fyrir því að taka þátt í starfinu eru allir velkomnir til að taka þátt.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir, hugmyndir sem þið viljið koma áleiðis eða spurningar um starf foreldrafélagsins, hafið endilega samband.


Hlökkum til vetrarins,

© 2016 - 2020 Karellen