Karellen

Í11. gr. http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.090.html laga um leikskóla er kveðið á um að foreldraráð sé starfrækt við skólann og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Kosið er í foreldraráð á Skerjagarði á hverju hausti. Hlutverk ráðsins er meðal annars að gefa umsögn um skólanámsskrá, starfsáætlun og starfsemi skólans.

Á Skerjagarði er foreldrafélag/ráð og markmið þess er að hugsa um velferð barnanna í samstarfi við kennara skólans.

  • Foreldrar greiða tvisvar á ári í foreldrafélagið, foreldrafélagið hefur notað þá peninga sem inn koma til að taka þátt í ýmsum uppákomum.
  • Jólaball með foreldrum og systkinum ásamt starfsfólki.
  • Á opnu húsi í maí gefur foreldrafélagið útskriftarnemum pennaveski. Foreldrar koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð á opnu húsi ár hvert.
  • Fræðslukvöld á haustin fyrir foreldra og kennarra,
  • Farið er í sveitaferð með foreldrum, systkinum og starfsfólki leikskólans. Foreldrafélagið hefur séð um að panta rútur.
  • Greiða leikhússýningu sem kemur á Skerjagarð á hverju skólaári.
  • Foreldrafélagið skipuleggur viðburði í lok hvers mánaðar þar sem foreldrar og börn hittast og eiga góða stund saman. Til dæmis fjöruferð, sund og fleira skemmtilegt.


© 2016 - 2024 Karellen