news

Útikennsla

05. 11. 2020

Það voru hressir krakkar sem fóru í útikennslu í rokinu í morgun. Börnin fóru í fjöruna á Ægissíðunni og fylgdust með briminu í hafinu.

þau löbbuðu svo á Tómasar - og Lynghagaróló. Þar fóru þau í stafaleik, stafaspjöld voru hengd upp í tré og börnin áttu svo að fara af stað og finna stafina, þegar stafur var fundinn fóru þau með hann til kennara.


Það var gaman að heyra þau segja frá hljóði stafsins og sumir gátu fundið orð sem byrja á stafnum. Eftir stafaleik fengu þau sér hressingu og léku sér saman.

© 2016 - 2021 Karellen