Karellen
news

Fréttir frá Bóli

11. 09. 2020

Altaf líf og fjör á Bóli börnin hress og kát og mikil gleði ríkir öllum stundum hjá okkur. Á morgnanna vinnum við með börnin í litlum hópum og er einn kennari með sinn hóp. Við leggjum áherslu á uppgötvunarnám að börnin séu litlir rannsakendur þannig að þau fái að upplifa ýmis konar efnivið og við leggjum áherslu á uppgötvunina fremur en útkomuna í þessum stundum. Efniviðurinn sem við erum að vinna með núna eru vatnslitir, trélitir, sull og leir.

Eldri börnin fóru í vettvangsferð í vikunni og tíndu nokkur laufblöð sem þau unnu síðan með í myndsköpun.

© 2016 - 2024 Karellen