news

Aðlögun á Bóli

21. 08. 2019

Á Bóli byrjuðu 7 ný börn í aðlögun núna í ágúst. Það hefur gengið glimrandi vel hjá litlu krílunum að fóta sig í nýju umhverfi, kynnast kennurunum, öðrum börnum og lífinu í Skerjagarði. Það er virkilega gaman að sjá hvað þau eru orðin örugg og farin að una sér vel í leikskólastarfinu. Það er líka gaman að segja frá því að auðvitað eru öll börnin ánægð með að vera komin aftur í leikskólann sinn eftir gott sumarleyfi. við höfum notað góða veðrið og verið mikið í útiveru og eldri börnin á deildinni eru farinn að nota Gleðigarð seinnipartinn í samveru, myndsköpun og leik.

© 2016 - 2020 Karellen